Ferðaskrifstofan Komdu með elskar allar gerðir af hópum hvort sem þeir eru stórir eða smáir og bjóðum við alla hópa velkomna til okkar. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu hópferða í gegnum árin og höfum við séð um skipulagningu fyrir litla hópa upp í nokkur hundruð manna fyrirtæki. Vinsælustu borgirnar hafa verið Berlín, Brighton, London, Barcelona, Dublin, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki, París, Varsjá, Gdansk, Budapest og Edinborg. Einnig getum við útvegað leiguvél til að fara á aðra staði eins og Prag, Riga, Lissabon, Bratislava, Madrid, Zagreb og Róm. Í öllum helstu borgunum höfum við sterk sambönd og getum séð um skipulagningu frá A - Ö. Meðal þess sem við getum séð um er skipulagning á flugi, hótelum, hátíðarmat, tónlist, veislustjórn, fararstjórn, ljósmyndun ásamt fjölbreyttu úrvali skoðunarferða. Komdu með hópinn þinn til okkar og við setjum saman ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn. Sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá nánari upplýsingar.