Mikið erum við rík af menningu, listum, náttúru og skemmtilegheitum hér á landinu okkar fagra. Við búum einnig að fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem hafa keppst við í gegnum árin að búa til alls konar afþreyingu þar sem hægt er að skoða náttúruna, lenda í ævintýrum, læra um land og þjóð og svo látið sér líða vel. Þetta hefur að mestu verið byggt upp fyrir erlenda ferðamenn, en nú er kominn timi til að við tökum landið fagra aftur og njótum þess sjálf.

Hér fyrir neðan er búið að safna saman alls konar afþreyingu sem hægt er að skella sér í með vinahópnum, fjölskyldunni nú eða bara einn og sjálfur ef hugurinn ber mann þangað. Hægt er að smella á allar ferðir til að fá nánari upplýsingar og svo er um að gera að bóka það sem er áhugavert. Bókunin fer fram á öruggan máta og berst beint til þeirra sem um ræðir og gerist á sömu verðum.  Það er ekki eftir neinu að bíða :)

Dekur

Viltu dekra við þig og þína? Hér eru allir þeir sem bjóða uppánotalegar ferðir og dekur á Íslandi.

Náttúra

Smelltu hér til að finna þá sem bjóða uppá ferðir til að skoða stórfengna náttúru Íslands.

Ævintýri

Hér er að finna þá aðila sem bjóða uppá spennandi ferðir sem reyna á sál og líkama.

Allt á einum stað

Hér söfnum við saman öllum aðilum á eina síðu svo hægt sé að skoða allt úrvalið.