Stundum þarf maður bara að láta sér líða vel. Láta daglegt amstur vera í smá tíma á meðan dekrað er við sál og líkama. Á Íslandi eru alls konar valmöguleikar í boði og við reynum að safna þeim hér fyrir neðan til að einfalda leitina.
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Það er ekki mikið um náttúruleugar á Austurlandi og því er einstakt að koma við og láta hversdagsleika líða úr líkamanum.
Bjórböðin eru staðsett á Árskógssandi og eru þau fyrstu á Íslandi. Þarna er heldur betur hægt að slaka á og njóta lífsins. Ekki sakar að fyrir þá sem hafa náð aldri er bjórdæla við hliðina á þér :)