Stundum þarf maður bara að láta sér líða vel. Láta daglegt amstur vera í smá tíma á meðan dekrað er við sál og líkama. Á Íslandi eru alls konar valmöguleikar í boði og við reynum að safna þeim hér fyrir neðan til að einfalda leitina.

Krauma náttúrulaugar

Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver. Hér er að finna gufuboð, hvíldarherbergi og svo laugarnar sjálfar.

Vök Baths

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Það er ekki mikið um náttúruleugar á Austurlandi og því er einstakt að koma við og láta hversdagsleika líða úr líkamanum.

Bjórböðin

Bjórböðin eru staðsett á Árskógssandi og eru þau fyrstu á Íslandi. Þarna er heldur betur hægt að slaka á og njóta lífsins. Ekki sakar að fyrir þá sem hafa náð aldri er bjórdæla við hliðina á þér :)