Það verður að segjast að við Íslendingar erum afskaplega heppin að fá að alast upp í landi með einstakri náttúru. Útlendingurinn flykkist til okkar til að skoða landið en höfum við gleymt okkur aðeins? Það er kominn tími til að skipta aðeins um akrein, fara af Tenerife slóðanum og skoða okkar eigið land. Hér er fegurðin og dýralífið svo einstaklega fallegt og skemmtilegt og það er kominn tími til að skoða þetta aðeins betur og leyfa krökkunum okkar að kynnast landinu í návígi en ekki af myndum :)

Whale Watching Akureyri

Að sjá og upplifa hvali við Íslandsstrendur er eitthvað sem fáir gleyma. Það er eitthvað svo stórfenglegt og auðmýkjandi. Hvetjum sem flesta að prófa allavega einu sinni.

Elding Hvalaskoðun í Reykjavík

Fyrir þá sem eru fyrir sunnan er stutt að fara í flotta hvalaskoðun. Við hvetjum alla Íslendinga til að kynnast hvölunum í kringum okkur betur.

Lundaskoðun með Eldingu

Fyrir marga er Lundinn dálítill furðufugl sem við höfum oft séð myndir af en aldrei kynnst í návígi. Nú er kominn tími til að breyta því.

Hvala- og lundaskoðun með Eldingu

Það er alveg hægt að fara í hvalaskoðun. Það er líka hægt að fara að skoða lunda. En afhverju ekki að slá þessu saman í lúxusferð á litlum báti þar sem upplifunin er algjörlega einstök.

Hvalaskoðun á Húsavík

Norðursigling býður uppá frábærar hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Húsavík hefur getið sér orð sem einn besti staðurinn í heiminum að skoða hvali og því nauðsynlegt að prófa þetta allavega einu sinni á æfinni.